Gæðastjórnun HS Orku til fyrirmyndar


HS OrkaÁstæða er til að minnast á vandaða gæðastjórnun hjá HS Orku.

  • Eftir nokkurra ára jarðskjálfta kring um orkuverið í Svartsengi getur virkjunin enn starfað á fullum afköstum í raforkuframleiðslu og framleiðslu á heitu vatni fyrir íbúa á Reykjanesi.
  • Viðbrögð fyrirtækisins við aðsteðjandi ógn á hverjum tíma hafa verið traustvekjandi
  • Nú síðast er unnið að lokafrágangi á hjáleið fyrir aðalæð heitavatns sem virðist ganga vel.

Hönnun mannvirkja virðist afar vel gerð, því borholur, lagnir og allir innviðir orkuversins hafa staðist þá miklu  eldraun sem jarðskjálftar á svæðinu hafa verið s.l. fjögur ár.

Við getum gert meira af því að fjalla um það sem vel er gert og ekki síður það sem er frábærlega vel gert.

Myndina klippti ég úr frétt af forsíðu Mbl 09.02.2024.


Getur Atvinnuveganefnd bjargað raforkuskortinum?

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til meðferðar lagafrumvarp um raforkuöryggi.

Ekki virðist öllum ljóst hvað tafir á byggingu nýrrar byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga valda miklum raforkuskorti í dag og skerðingu raforku.

Ástæðan er að ekki er hægt flytja raforku í neinu magni frá Kárahnjúkum og öðrum virkjunum á NA Íslandi til SV Íslands þar sem notkunin hefur vaxið mest.

Byggðalínur1Því er það álitaefni dagsins, hvort atvinnuveganefnd getur bjargað málunum og bætt við fyrirliggjandi lagafrumvarp lagaheimild sem heimilar Landsnet að hefja strax framkvæmdir við nýja byggðalínu við hlið eldri byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga í grófum dráttum svona:

 

  • lagaheimild um að ekki þurfi frekara umhverfismat í þessu tilfelli, þar sem ný byggðalína liggur við hlið eldri byggðalínu. Eins og myndin sýnir er það ekkert "flókið mál" að leggja nýja háspennulínu við hlið þeirrar  eldri. (Myndin er tekin á Mývatnsöræfum)  
  • lagaheimild um að ný byggðalína Akureyri Grundartangi verði undanþegin skipulagsskyldu, í þessu tilfelli þar sem framkvæmdin er afar brýn og línan liggur við hlið eldri byggðalínu.
  • lagaheimild um undanþágu frá öllu kæruferli þar sem ný byggðalína liggur við hlið eldri línu.
  • lagaheimild um að landeigendur fái greitt fyrir landnot skv. sérstakri matsnefnd í þessu tilfelli til að hraða framkvæmdum.
  • lagaheimild um að heimila Landsnet að panta allt efni í umrædda byggðalínu og bjóða verkefnið út í einu lagi sem fyrst.
  • Lagaheimild um að verkefnið skuli unnið í vaktavinnu og hraðað eins og mögulegt er og stefnt skal að verklokum innan þriggja ára.

Hvort sem einhverjum líkar betur eða verr, er komið upp neyðarástand í raforkumálum á Íslandi vegna skaðlegra tafa við byggingu nýrra flutningslína og nýrra virkjana.

Hugmyndir um að "skerða álverin" í stað þess að hraða framkvæmdum  er farið að skerða gjaldeyristekjur og tefja bætur í lífskjöum sem er eitthvað sem enginn stefnir að. 

Raforkusamningar til álvera eru allir gerðir með beinni aðkomu stjórnvalda, til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og bæta lífskjör almennings. Það starfa allt að 6000 manns við álver,  þegar talið er með tengdar atvinnugreinar/þjónustugreinar. (Hagstofan)

Það er skylda íslenskra stjórnvalda að gera allt sem unnt er til að þessi fyrirtæki geti starfað  allt árið á fullum afköstum - samkvæmt gildandi samningum. Þess vegna og af mörgum öðrum ástæðum verður að hraða byggingu nýrrar byggðalínu við hlið eldri byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga.

Viðauki við lagafrumvarp Atvinnuveganefndar um að hraða þessum framkvæmdum er mikilvæg til að nýta alla mögulega raforku sem hægt er að framleiða með fyrirliggjandi virkjunum. Þetta er ekki ólík framkvæmd og að byggja varnargarða vegna eldgosa í vaktavinnu,  í báðum tilefllum er framkvæmdin gerð til að koma í veg fyrir stórtjón.

Að hraða þessu verkefni er hugsanlegasta arðsamasta framkvæmd sem við getum framkvæmt á landinu í dag þv, í með nýrri byggðalínu getum við minnkað skerðingar raforku og fullnýtt raforku sem annars "rennur frammaf"  í Kárahnjúkum eða er ekki framleidd annars staðar á NA landi þar sem hægt er. 

Umrædd ný byggðalína myndi strax (að lokinni framkvæmd) skila tuga milljarða arðsemi í meiri gjaldeyristekjum - ný fyrirtæki geta fengið raforku sem þau bíða eftir, síðast en ekki síst myndi framkvæmdin draga enn meiri hækkunum raforkuverðs vegna raforkuskorts.  Skortu leiðir ávallt af sér hækkanir á verði. Það eiga allir að vita.

Ef umrædd ný byggðalína væri komin, hefði ekkert þurft að skerða raforku í vetur  til stóriðju, fiskmjölsverksmiðja og hitaveitna á landinu. Þetta er staðreynd.

Ég er svo bjartsýnn að telja það vel mögulegt að  Atvinnuveganefnd Alþingis höggvi nú á hnútinn og  bjargi þessu mikilvæga máli með viðauka við fyrirliggjandi lagafrumvarp um raforkuöryggi almennings.

Besta, ódýrasta, hagkvæmasta og arðsamasta leiðin til að tryggja raforkuöryggi almennings á Íslandi...

... er að auka raforkuframboð á SV hluta Íslands með nýrri byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga.

 

 

 

 

 

 


Af hverju leggur Fiskistofa ekki til, að hitastig afla verði skráð á vigtarnótur?

Þorskur-á-ís-1-842x474Ég rak fiskverkun í 30 ár. Eftir að Fiskistofa kom til sögunnar þá lagaðist sumt, en annað versnaði.  Fiskistofu hefur margsinnis verið bent á - að löggiltur vigtarmaður mæli hitastig í afla, við löndun aflans þegar aflinn er vigtaður á hafnarvog af löggiltum vigtarmanni. Hitastig væri svo skráð á vigtarnótu og kæmi fram  ef aflinn væri boðinn upp á fiskmarkaði.

Hvorki Fiskistofa - eða Reglugerðarmeistari ríkisins hjá sjávarútvegsráðuneytinu hafa viljað heyra neitt um þetta í meira en 20 ár - en allan þann tíma hafa verið til digital hitamælar til að mæla hitastig í fiski við löndun.

Í nokkur ár hafa líka verið til innfarauðir digital hitamælar þannig að vigtarmaður þarf ekkert að snerta aflann. Þetta hefur alltaf verið augljóst - að þetta er það eina sem dugar til að allir fari að kæla aflann vel á sjó.

Þá kemur að næstu dellu hjá Fiskistofu og Reglugerðarmeistara ríkisins.  Fyrir um 15 árum var skipuð nefnd til að endurskoða svokallaða "3% reglu" - en það er "heilög uppfinning Reglugerðameistara ríkisins sem ekki má hrófla við. 

Þegar aflanum er landað - með engum ís - þá er bara ísvatn 3-4% á nýveiddum fiski. Ef fiskurinn er slægður og ísaður í nokkra daga - bætist við fiskihor sem kemur úr roði fisksins. Vatn/sjór+ fiskihor getur því aldrei verið minna en 5% - og þá VANTAR ÍSINN á fiskinn sbr. fréttina. Myndin hér að ofan til vinstri sýnir vel ísaðan afla en þarna er ísinn a.m.k. 12%. Svona vel ísaðan fisk, þarf ekkert að endurvigta, enda skaðar endurvigtun hráefnið - það kemur los í fiskinn sem verðfellir hráefnið/aflann - sérstaklega á sumrin þegar fiskar vaxa hratt og fiskholdið er þá viðkvæmt.

Lengi hefur verið ljóst, að heimila ætti löggiltum vigtarmanni á hafnarvog að meta ís í afla 7-12%.   Þá þarf ekkert að endurvigta.  Fiskistofa sjálf kvartaði yfir vigtarsvindli í endurvigtun - en ef svo er - er það 100% á ábyrgð Fiskistofu og Reglugerðarmeistara ríkisins sem skilur ekki að 3% regla - er ávísun á að einhverjir geri "viðeigandi ráðstafanir.

Nefnd sem Árni Mathiessen fyrrv.ráðherra skipaði um þetta - lagði til 7% ísfrádrátt á hafnarvog í stað 3% reglu.  Reglugerðarmeistara ríkisins hugnaðist ekki breytingar á neinu - og þar við sat og situr enn.

Svona er með mörg af þeim "vandamálum" sem annað slagið koma upp á yfirborðið - vigtarsvindl, vankældur fiskur og svo ekki sé minnst á brottkast afla.  Margt af þessu má rekja til ósveigjanleika og/eða vanþekkingar allra Reglugerðameistara ríkisins samanlögð vanþekking þeirra á atvinnugreininni virðist stærsta vandamál framþróunar á þessu sviði.

Til að gæta sanngirni, þá er frábær kælitæknin í nýju fiskiskipunum sem hafa verið að koma til landsins. Vandamál við kælingu er aðallega hjá minni fiskiskipum, en Reglugerðarmeistarar ríkisins virðast vilja hafa reglugerðir þannig að það komi sem mestu óorði á smærri útgerðir og smærri fyrirtæki = smærri sjávarbyggðir en það virðist þegjandi samkomulag Reglugerðarmeistara ríkisins að útrýma allri smærri atvinnustarfsemi í sjávarútvegi og þar með smærri sjávarbyggðum.

Hvers vegna? Ég bara spyr.

Fróðlegt væri að fá skýringu - krp@simnet.is

 


mbl.is „Enginn ís sjáanlegur um borð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núverandi veiðigjöld eru eignarupptaka hjá smærri fyrirtækjum

djupivogur.jpgVeiðigjöld geta tæplega tekið lengur mið af vanþekkingu þingmanna Samfylkingarinnar

Það er ólögleg eignarupptaka að hafa veiðigjöld svo há að það myndi taprekstur í útgerð smærri útgerðaraðila.

72 gr. stjórnarskrár:   "Eignarrétturinn er friðhelgur. engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almannaþörf krefji og komi þá fullt verð fyrir"

Það er þá bara allt í lagið að þessi ólög falli úr gildi í sumar,  þar sem þau standast ekki eignarréttarákveði stjórnarskrár.

Leggja má svo fram lagafrumvarp í haust, þar sem veiðigjald verði frá næstu áramótum reiknað út frá nettó hagnaði útgerðarflokka.  Ef ekki er hagnaður þá er ekki hægt að taka veiðigjald í þeim útgerðarflokk með tilvísun í nefnda 72.gr. stjórnarskrár.

Alþingismenn hafa lagt drengskarheit að stjórnarskrá lýðveldisins og þingmenn allra flokka hljóta að virða það.

 


mbl.is Engin veiðigjöld ef ekkert er gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þagað of lengi um fjármálastöðu höfuðborgarinnar.

Loksins er að skríða upp á yfirborðið,  sannleikurinn um fjármálastöðu höfuðborgarinnar.  Skuldahlutfallið hefur verið með því versta á landinu, - en þagað  allt of lengi yfir þessu óábyrga ástandi.

Ráðuneyti sveitarstjórnamála á að koma með "gula ljósið" þegar skuldahlutfallið fer yfir 150% af veltu.

Skuldahlutfalla borgarinnar hefur verið yfir 200% síðustu ár - en málið "þaggað niður" undanfarin ár meðan sumir fjölmiðlar djöfluðst á Reykjanesbæ  daglega - var það þá bara af því Sjálfstæðisflokkurinn hafði haft þar meirihluta - en þagað yfir fjármálastöðu Reykjavíkurborgar  á sama tíma þó staðan þar væri lítið skárri? 

Fjármálastefna meirihluta borgarstjórnar í dag ætti í raun að fara beinta á "fjármálagjörgæsludeildina" í ráðuneyti sveitarstjórnarmála.

gula spgula spÞað er með ólíkindum að vera með skuldahlutfallið dinglandi kring um 200% af veltu....

...og boða þá 100 milljarða fjárfestingu í "borgarlínu"  - sem myndi setja skuldahlutfallið upp fyrir 250%!

Á ekki ráðuneyti sveitarstjórnarmála að  koma með gula spjaldið - um svona fjármálastefnu - fyrir kosningar?

 

 

 

 


mbl.is Reykjavík með næstverstu stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þarf að ýkja um hlýnun loftslags?

Nú er enn farið með stórfelldar ýkjur um hlýnun loftslags og bráðnun jökla.

Ég kalla það ýkjur að taka s.l. 20 ár í slíkan samanburð í stað þess að taka t.d. 2500 ár.

glaciers in iceland 2500 years agoMyndin hér sýnir stöðu jökla á Íslandi fyrir 2500 árum. Af hverju er ekki sagt rétt frá þessu - nú er að hlýna aftur - kuldatímabilið er loksins að ganga til baka.

Ef við förum bara minna en 100 ár til baka, - þá var hlýskeið við Island 1924-1960 á "síldarárunum".

Breytingarnar í hafinu eru ekki meiri en það - að norsk-íslenska síldin fór í fyrsta skipti norður fyrir land - að Kolbeinsey í fyrra, - árið 2017.  Uppétið sandsíli er ekki endilega "hlýnuninni að kenna" - ég er með tilgátu um að ofvernd fiskistofna á grunnslóð við Island sé líkleg orsök að "uppétnu sandsíli" - en ég fæ enga peninga til að rannsaka það - og sanna það. Það er hins vegar líkleg tilgáta.

Ofstjórn við fiskveiðar hefur afleiðingar. Ein af afleiðingunum virðist vaxandi fæðuskortur hjá sjófuglum við Ísland.

Af hverju vilja þessir "sérfræðingar" ekki rannsaka þetta og ræða málið frá öllum faglegum hliðum málsins?

Það er spurning dagsins


mbl.is Jöklarnir hopa hratt og örugglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hratt gengissig í einu stökki"

Í óðaverðbólgu sem geisaði kring um 1980 sagði einn stjórnmálamaður í hita umræðunnar þá;

"það er langbest að hafa bara hratt gengissig í einu stökki"

Álitaefni dagsins er hvort umræða um gjaldeyris/gengismál hafi eitthvað þroskast að marki frá 1980?

Ég tel að umræða um að við tökum upp US Dollar umræðu sem við eigum að taka.

Það er útbreiddur misskilningur að krónan sem "sjálfstæður gjaldmiðill" hafi eitthvað með sjálfstæði þjóðarinnar að gera.

Gjaldmiðill er bara til verslunar og vöruskipta og svo til að skrá bókhald einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila.

Mér finnst t.d. álíka mikill kostur "að geta fellt gengið" - eins og það væri metið sem "kostur" að geta farið í sturtu þegar búið er að gera í buxurnargjaldmiðlaskipti....

Kjarni málsins er að "gera ekki í buxurnar".  

US Dollar virðist mér lausnin, en ekki krónan.  

Nú er krónan "ofrisin" einu sinni enn, - að öllum líkindum vegna heimsku um allt of háa stýrivexti Seðlabanka Íslands...

- einu sinni enn... 

Tölum bara upp US Dollar og seljum Seðlabankahúsið upp í skuldir Seðlabankans.


mbl.is Þórunn sagði viðhorf SA forneskjuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurvald einokunarstofnana verði aflagt

Húsavík séð til vestursÁ Íslandi er vaxandi ofurvald einokunarstofnana þar sem starfað virðist eftir geðþótta í stað fagmennsku.

Það er hiklaust hægt að mæla með því að í stað slíkra einokunarstofnana verði þessum stofnanir sameinaðar og skipt upp í einingar þar sem landshlutasamtök sveitarfélaga gætu haft meirihlutavald á hverju svæði fyrir sig og þannig gæti hver landshluti fengið aukið frjálsræði í sínum málefnum.

Upplagt tækifæri í ruglinu sem SI ( Samtök iðnaðarins) eru að lýsa að fjögur ráðuneyti komi að húsnæðismálum.  Eitt ráðuneyti - ráðuneyti sveitarfélaga á að taka stærstum hluta (ráðuneyti sveitarfélaga) en önnur ráðuneyti væru eðlilega áfram með sína málaflokka í nýjum stofnunum á landsbyggðinni.

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins á að vera er algerlega tryggt sjálfstæði sveitarfélaga:

78.gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.

Þessi grein stjórnarskrár á að vera leiðandi við mögulegar breytingar um að  koma á sterkum þjónustustofnunum á landsbyuggðinni í stað einokunarstofnana. 

Öll einokun er verst fyrst, fer svo smá versnandi þar til hún verður óþolandi. Besta dæmið um slíkt "miðstýringarrugl að ofan" - er gamla Sovét...  

Nú þarf að færa vald og ábyrgð aftur heim í hérað.  Þar liggur lausnin í mörgum þeim málum sem búið er að koma á risavaxið flækjustig eins og t.d. í  byggingariðnaði  sem Samtök Iðnaðarins eru nú að lýsa. 

Láta heimamenn sjálfa annast málin - hvernig vilja þeir hafa þetta... breyta svo lögum í samræmi við einföldun mála þar sem ein stofnun á vegum sveitarfélaga tekur við slíkum málum í hverjum landshluta  - í stað "einokunar að sunnan"...

Það kostar ekkert smáræði að hafa hundruð manna við að flækjast um á kaupleigubílum stofnana, bílaleigubílum og  svo rándýrum dagpeningum - á kostnað skattborgaranna.

Lausnin er að færa þjónustuna,  - og valdið  - heim í hérað.

 

 


mbl.is Starfsemi Dalsmynnis stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er norskur uppruni svona voðalegur?

Þurfa ekki margir íslendingar í áfallahjálp í ljósi þess hve það er svakalegt "að vera af norskum uppruna"?

vikingaskipHómó Íslandíkus er meira og minna af norskum uppruna...

Ef við hefðum haft almennilegan umhverfisráðherra í Noregi um 830  hefðu þessir villimenn verið sendir í almennilegt umhverfismat.... og tæplega fengið fararleyfi...

Allt landið og miðin hefði þá fengið að vera í friði fyrir varginum Hómó Íslandíkus.

Haldiði að það væri munur!


mbl.is Ekki metin áhrif á íslenskan lax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vond reynsla af Íran og Líbýu

Íslensk stjórnvöld fylgjast eðlilega vel með öllum upplýsingum sem koma fram varðandi meinta eitrun fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans.

En ef við hugsum til baka, voru okkur Íslendingum gefnar réttar upplýsingar, þegar ákveðið var að "hjóla í" Saddam Hussein í Írak og Gaddafi í Líbýu?  Það er eins og mig minni að okkur hafi verið gefnar rangar upplýsingar um "gjöreyðingarvopn" Saddam Hussein.

Ég man ekki alveg aðdragandann varðandi árásir á Líbýu en mig minnir að mannlífið í Íran og Líbýu hafi verið mun betra meðan harðstjórarnir Saddam og Gaddafi réðu ríkjum.  

Vegna fenginnar reynslu í þessum tilfellum er auðvelt að mæla með því að Íslensk stjórnvöld haldi áfram að íhuga málið.

 

 

 


mbl.is Íhuga að sniðganga HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband