Vond reynsla af Íran og Líbýu

Íslensk stjórnvöld fylgjast eðlilega vel með öllum upplýsingum sem koma fram varðandi meinta eitrun fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans.

En ef við hugsum til baka, voru okkur Íslendingum gefnar réttar upplýsingar, þegar ákveðið var að "hjóla í" Saddam Hussein í Írak og Gaddafi í Líbýu?  Það er eins og mig minni að okkur hafi verið gefnar rangar upplýsingar um "gjöreyðingarvopn" Saddam Hussein.

Ég man ekki alveg aðdragandann varðandi árásir á Líbýu en mig minnir að mannlífið í Íran og Líbýu hafi verið mun betra meðan harðstjórarnir Saddam og Gaddafi réðu ríkjum.  

Vegna fenginnar reynslu í þessum tilfellum er auðvelt að mæla með því að Íslensk stjórnvöld haldi áfram að íhuga málið.

 

 

 


mbl.is Íhuga að sniðganga HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband