Núverandi veiðigjöld eru eignarupptaka hjá smærri fyrirtækjum

djupivogur.jpgVeiðigjöld geta tæplega tekið lengur mið af vanþekkingu þingmanna Samfylkingarinnar

Það er ólögleg eignarupptaka að hafa veiðigjöld svo há að það myndi taprekstur í útgerð smærri útgerðaraðila.

72 gr. stjórnarskrár:   "Eignarrétturinn er friðhelgur. engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almannaþörf krefji og komi þá fullt verð fyrir"

Það er þá bara allt í lagið að þessi ólög falli úr gildi í sumar,  þar sem þau standast ekki eignarréttarákveði stjórnarskrár.

Leggja má svo fram lagafrumvarp í haust, þar sem veiðigjald verði frá næstu áramótum reiknað út frá nettó hagnaði útgerðarflokka.  Ef ekki er hagnaður þá er ekki hægt að taka veiðigjald í þeim útgerðarflokk með tilvísun í nefnda 72.gr. stjórnarskrár.

Alþingismenn hafa lagt drengskarheit að stjórnarskrá lýðveldisins og þingmenn allra flokka hljóta að virða það.

 


mbl.is Engin veiðigjöld ef ekkert er gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband