Gæðastjórnun HS Orku til fyrirmyndar


HS OrkaÁstæða er til að minnast á vandaða gæðastjórnun hjá HS Orku.

  • Eftir nokkurra ára jarðskjálfta kring um orkuverið í Svartsengi getur virkjunin enn starfað á fullum afköstum í raforkuframleiðslu og framleiðslu á heitu vatni fyrir íbúa á Reykjanesi.
  • Viðbrögð fyrirtækisins við aðsteðjandi ógn á hverjum tíma hafa verið traustvekjandi
  • Nú síðast er unnið að lokafrágangi á hjáleið fyrir aðalæð heitavatns sem virðist ganga vel.

Hönnun mannvirkja virðist afar vel gerð, því borholur, lagnir og allir innviðir orkuversins hafa staðist þá miklu  eldraun sem jarðskjálftar á svæðinu hafa verið s.l. fjögur ár.

Við getum gert meira af því að fjalla um það sem vel er gert og ekki síður það sem er frábærlega vel gert.

Myndina klippti ég úr frétt af forsíðu Mbl 09.02.2024.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband