Getur Atvinnuveganefnd bjargað raforkuskortinum?

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til meðferðar lagafrumvarp um raforkuöryggi.

Ekki virðist öllum ljóst hvað tafir á byggingu nýrrar byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga valda miklum raforkuskorti í dag og skerðingu raforku.

Ástæðan er að ekki er hægt flytja raforku í neinu magni frá Kárahnjúkum og öðrum virkjunum á NA Íslandi til SV Íslands þar sem notkunin hefur vaxið mest.

Byggðalínur1Því er það álitaefni dagsins, hvort atvinnuveganefnd getur bjargað málunum og bætt við fyrirliggjandi lagafrumvarp lagaheimild sem heimilar Landsnet að hefja strax framkvæmdir við nýja byggðalínu við hlið eldri byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga í grófum dráttum svona:

 

  • lagaheimild um að ekki þurfi frekara umhverfismat í þessu tilfelli, þar sem ný byggðalína liggur við hlið eldri byggðalínu. Eins og myndin sýnir er það ekkert "flókið mál" að leggja nýja háspennulínu við hlið þeirrar  eldri. (Myndin er tekin á Mývatnsöræfum)  
  • lagaheimild um að ný byggðalína Akureyri Grundartangi verði undanþegin skipulagsskyldu, í þessu tilfelli þar sem framkvæmdin er afar brýn og línan liggur við hlið eldri byggðalínu.
  • lagaheimild um undanþágu frá öllu kæruferli þar sem ný byggðalína liggur við hlið eldri línu.
  • lagaheimild um að landeigendur fái greitt fyrir landnot skv. sérstakri matsnefnd í þessu tilfelli til að hraða framkvæmdum.
  • lagaheimild um að heimila Landsnet að panta allt efni í umrædda byggðalínu og bjóða verkefnið út í einu lagi sem fyrst.
  • Lagaheimild um að verkefnið skuli unnið í vaktavinnu og hraðað eins og mögulegt er og stefnt skal að verklokum innan þriggja ára.

Hvort sem einhverjum líkar betur eða verr, er komið upp neyðarástand í raforkumálum á Íslandi vegna skaðlegra tafa við byggingu nýrra flutningslína og nýrra virkjana.

Hugmyndir um að "skerða álverin" í stað þess að hraða framkvæmdum  er farið að skerða gjaldeyristekjur og tefja bætur í lífskjöum sem er eitthvað sem enginn stefnir að. 

Raforkusamningar til álvera eru allir gerðir með beinni aðkomu stjórnvalda, til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og bæta lífskjör almennings. Það starfa allt að 6000 manns við álver,  þegar talið er með tengdar atvinnugreinar/þjónustugreinar. (Hagstofan)

Það er skylda íslenskra stjórnvalda að gera allt sem unnt er til að þessi fyrirtæki geti starfað  allt árið á fullum afköstum - samkvæmt gildandi samningum. Þess vegna og af mörgum öðrum ástæðum verður að hraða byggingu nýrrar byggðalínu við hlið eldri byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga.

Viðauki við lagafrumvarp Atvinnuveganefndar um að hraða þessum framkvæmdum er mikilvæg til að nýta alla mögulega raforku sem hægt er að framleiða með fyrirliggjandi virkjunum. Þetta er ekki ólík framkvæmd og að byggja varnargarða vegna eldgosa í vaktavinnu,  í báðum tilefllum er framkvæmdin gerð til að koma í veg fyrir stórtjón.

Að hraða þessu verkefni er hugsanlegasta arðsamasta framkvæmd sem við getum framkvæmt á landinu í dag þv, í með nýrri byggðalínu getum við minnkað skerðingar raforku og fullnýtt raforku sem annars "rennur frammaf"  í Kárahnjúkum eða er ekki framleidd annars staðar á NA landi þar sem hægt er. 

Umrædd ný byggðalína myndi strax (að lokinni framkvæmd) skila tuga milljarða arðsemi í meiri gjaldeyristekjum - ný fyrirtæki geta fengið raforku sem þau bíða eftir, síðast en ekki síst myndi framkvæmdin draga enn meiri hækkunum raforkuverðs vegna raforkuskorts.  Skortu leiðir ávallt af sér hækkanir á verði. Það eiga allir að vita.

Ef umrædd ný byggðalína væri komin, hefði ekkert þurft að skerða raforku í vetur  til stóriðju, fiskmjölsverksmiðja og hitaveitna á landinu. Þetta er staðreynd.

Ég er svo bjartsýnn að telja það vel mögulegt að  Atvinnuveganefnd Alþingis höggvi nú á hnútinn og  bjargi þessu mikilvæga máli með viðauka við fyrirliggjandi lagafrumvarp um raforkuöryggi almennings.

Besta, ódýrasta, hagkvæmasta og arðsamasta leiðin til að tryggja raforkuöryggi almennings á Íslandi...

... er að auka raforkuframboð á SV hluta Íslands með nýrri byggðalínu frá Akureyri til Grundartanga.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband